Sarpur fyrir 5. nóvember, 2007

magnað?

Stærðfræði er ótrúleg:

1 x 8 + 1 = 9
12 x 8 + 2 = 98
123 x 8 + 3 = 987
1234 x 8 + 4 = 9876
12345 x 8 + 5 = 98765
123456 x 8 + 6 = 987654
1234567 x 8 + 7 = 9876543
12345678 x 8 + 8 = 98765432
123456789 x 8 + 9 = 987654321

1 x 9 + 2 = 11
12 x 9 + 3 = 111
123 x 9 + 4 = 1111
1234 x 9 + 5 = 11111
12345 x 9 + 6 = 111111
123456 x 9 + 7 = 1111111
1234567 x 9 + 8 = 11111111
12345678 x 9 + 9 = 111111111
123456789 x 9 +10= 1111111111

9 x 9 + 7 = 88
98 x 9 + 6 = 888
987 x 9 + 5 = 8888
9876 x 9 + 4 = 88888
98765 x 9 + 3 = 888888
987654 x 9 + 2 = 8888888
9876543 x 9 + 1 = 88888888
98765432 x 9 + 0 = 888888888

Snilld?

Og sjáið samhverfnina:

1 x 1 = 1
11 x 11 = 121
111 x 111 = 12321
1111 x 1111 = 1234321
11111 x 11111 = 123454321
111111 x 111111 = 12345654321
1111111 x 1111111 = 1234567654321
11111111 x 11111111 = 123456787654321
111111111 x 111111111=12345678987654321

en á jákvæðari nótunum

líður talsvert betur almennt.

Jón Lárus eldaði fyrir okkur andabringur með kirsuberjasósu og kartöfluskífur í gærkvöldi og við deildum einni góðri rauðvínsflösku (já, ágmentínið þolir það). Tilefnið var 19 ára formlegt trúlofunarafmæli okkar. Jámm, settum upp hringa fyrir 19 árum.  Ekki slæmt.  Varla fallið skuggi á, allan þennan tíma.

Gætum þurft að halda flott upp á ýmis afmæli á næsta ári…

brotin?

ég held ég hafi brotið eða allavega brákað í mér rifbein við einn hóstann í nótt. Hóstaði í raun alls ekki svo mikið (vaknaði bara tvisvar) en gerði þau mistök að liggja á hliðinni við einn hóstann, það var VONT og núna er ég helaum undir bringspölunum vinstra megin í hvert skipti sem ég hósta.

Ætla svo sem ekkert að láta kíkja á það, það er ekkert gert við slíku hvort sem er. En ég þori ekki fyrir mitt litla líf að liggja á hliðinni.

Svartsýn á kennslu á morgun. Urr.


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

nóvember 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa