Var fulllengi uppi í dag (undir áhrifum hálfu töflunnar), kom niður og ætlaði ekki að ná í mig hita. Búin að reyna allan fjárann, heitt kakó, teppi, ullarsokka, á ekki hitapoka. Nema hvað, sest upp í rúminu með tölvuna hennar Fífu. Kemur þá ekki Loppa, þessi elska og leggst beint á tærnar á mér og er búin að liggja þar síðan (í svona klukkutíma, myndi ég halda)
Ekki hef ég hugmynd um hvernig hún fór að því að finna þetta á sér (já, örugglega tilviljun, en hún hefur aldrei legið svona áður…)
Og nú er mér heitt. Takk, kisa.
Nýlegar athugasemdir