Sarpur fyrir 30. október, 2007

kalt á tánum

Var fulllengi uppi í dag (undir áhrifum hálfu töflunnar), kom niður og ætlaði ekki að ná í mig hita. Búin að reyna allan fjárann, heitt kakó, teppi, ullarsokka, á ekki hitapoka. Nema hvað, sest upp í rúminu með tölvuna hennar Fífu. Kemur þá ekki Loppa, þessi elska og leggst beint á tærnar á mér og er búin að liggja þar síðan (í svona klukkutíma, myndi ég halda)

Ekki hef ég hugmynd um hvernig hún fór að því að finna þetta á sér (já, örugglega tilviljun, en hún hefur aldrei legið svona áður…)

Og nú er mér heitt. Takk, kisa.

parkódín forteið

er búið.

Muuuu

Og ég sem var búin að eiga þennan 30 taflna pakka í heil 5 ár.

Rann reyndar opinberlega út fyrir svona ári síðan, en síðustu töflurnar hafa svínvirkað núna í lasleika okkar Fífu. Tók síðustu hálfu töfluna í hádeginu.

En mér tókst reyndar að kría út nokkrar venjulegar Parkódín út á kvefið hennar Fífu. Gaman að vita hvort þær endast svona vel.

heldur skárri

í dag en í gær, 38,3 í morgun. Hundslöpp samt. Great!

FrumFlutningur Á Íslandi[tm]

Tónlistarskólinn í Reykjavík (reyndar í smá samvinnu við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar) frumflytur óperu Schuberts, Die Verschworenen (sjá hér). Frumsýning á föstudag, svo sýningar á laugardag, sunnudag og þriðjudag.

Fífa er ekki komin alveg nógu langt í söngnáminu til að vera með þar, en í staðinn spilar hún í hljómsveitinni. Við erum búin að taka frá miða á sunnudeginum, hlakka bara verulega til.


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

október 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa