Viðey

fórum með bekknum hans Finns í Viðey, talsvert betri mæting en í labbitúrinn með Freyju bekk um daginn. Hefðum ekki mögulega getað fengið betra veður, kalt en kyrrt og sól. Skoðuðum stóra vasaljósið, tungumálanördarnir höfðu gaman af því að skoða friðarboðskapinn og þekkja tungumálin og letrin sem hann var skrifaður með. Síðan var gengið til baka að Viðeyjarstofu, afgreiðslufólkið var svo almennilegt að leyfa okkur að borða nestið okkar inni, sumir voru með nesti en aðrir keyptu. Held þau hafi aldeilis ekki tapað á þessu, þar sem auðvitað langaði svo alla í heitt súkkulaði, líka þá sem voru með nesti. Fleiri staðir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar, man eftir kaffistofu á Þingvöllum þar sem afgreiðslufólk var bara með stæla, jafnvel þó eiginlega allir keyptu sér en eitt barn var með kókómjólk að heiman.

Það var svo í Viðeyjarstofu sem ég byrjaði að finna fyrir slappleikanum, þannig að við tókum næsta bát heim. En þetta var snilld, krakkarnir skemmtu sér gríðarlega vel og við hin fullorðnu ekki síður. Og mér tókst meira að segja mögulega að veiða hornleikara fyrir SÁ. Sem væri tótal snilld.

Önnur snilldin er þráðlaust mótald sem nær alla leið inn í svefnherbergið mitt. Ójá.

0 Responses to “Viðey”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.761 heimsóknir

dagatal

október 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: