Fór á tónleika

í dag, hlustaði á glænýtt verk eftir hana Þóru Marteins (sem er, held ég, hætt að blogga í bili)

Mjög flott Missa brevis, skemmtileg hljómavinna, vel unnið með textann og heilmiklar andstæður, fallegar laglínur, einmitt eins og ég vil hafa messur. Til hamingju, Þóra mín. Kórinn líka bara mjög fínn, sumt af þessu var ekkert sérlega auðvelt en leyst með glans.

Svolítið sérkennileg uppákoma rétt í lok messunnar, alveg í fíngerðasta – dona nobis pacem (gef oss frið – eða er það gefðokkur rólegheit í nýju útgáfunni, kannski?). Opnast dyrnar á Dómkirkjunni, inn kemur kona, haldandi á plastpokum, skrjáfar ekki smá í pokunum. Ég lít við, og í því segir fraukan stundarhátt: Getið þið sagt mér hvar klósettið er?

Talandi um að hafa ekki sans fyrir umhverfinu.

Veit svo sem ekki hvort það var út af þessu, en Martin ákvað að láta syngja síðasta kaflann aftur, eftir klapp og blómvandaafhendingar og standing ovation. Fínt.

4 Responses to “Fór á tónleika”


 1. 1 tonskald 2007-10-28 kl. 01:43

  awwww…..takk 😀 (roðna bara hérna :-p)

 2. 2 hildigunnur 2007-10-28 kl. 22:13

  😀

 3. 3 vælan 2007-11-1 kl. 11:53

  hvað með reddaðu okkur rólegheitum? það er eiginlega enn betra 😀

 4. 4 hildigunnur 2007-11-1 kl. 15:21

  jámm, hitt stuðlaði ekki nógu vel… 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.798 heimsóknir

dagatal

október 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: