textinn

Rökkurstundir

Í silfruðu rökkri hins skamma dags
falla stundirnar að.
Eins og grátóna myndir af gömlum vin
eða góðum stað.
Þær bera til myrkursins hægláta fegurð,
hlýlega þögn og mildustu huggun
og meira en það.

Í ljósgráum skugga hins skamma dags
lyftast draumar á flug.
Eins og lýsandi vitar á vetrarnótt
þeir virkja dug.
Og bera til myrkursins bjartari anda,
sterkari vilja sem gengur til verka
og vinarhug.

Í kyrrlátu skjóli hins skamma dags
má starfa til góðs.
Í hljóði, án óska um endurgjald
eða dægurhrós.
Og bera til myrkursins hógværa velvild,
vingjarnlegt samtal og sönnustu gleði
og heimsins ljós.

Í silfruðu rökkri hins skamma dags
veita stundirnar grið.
Eins og velþekktar leiðir á vonar slóð
þær veita frið.
Og bera til myrkursins blíðustu bænir
kærleik til lífsins og stjörnur sem vísa
á himins hlið.

Harpa Jónsdóttir

8 Responses to “textinn”


 1. 1 Imba 2007-10-24 kl. 18:44

  En fallegt!

 2. 2 HStef 2007-10-24 kl. 20:57

  Þetta er svo fallegt að maður tárast bara. Friðsælt og hittir í hjartastað.

 3. 3 Guðlaug Hestnes 2007-10-24 kl. 22:24

  Mikið er þetta fallegur texti… langar að heyra lagið. Kveðja

 4. 4 hildigunnur 2007-10-24 kl. 23:25

  Guðlaug, bara skjótast í Skálholt 😀 Á örugglega eftir að auglýsa frumflutning…

 5. 5 Sigga Magg 2007-10-25 kl. 11:09

  Mikið er þetta fallegt. Hjartanlega til hamngju!

 6. 6 Hafdís 2007-10-25 kl. 15:09

  Rosa fallegt.

  En heyrðu! Ef einhver veit þetta þá ert það þú: Ef maður ætlar að drekka týpískt hvítvín frá Alsace, hversu kalt á það að vera? Mig langar nefnilega í svoleiðis, og fá alveg sama fílíng og að vera barasta stödd í Alsace sko ;)… Og annað: Ef maður vill naslast eitthvað með, hverju mælirðu með?

 7. 7 farfuglinn 2007-10-25 kl. 15:17

  Mér finnst þetta mjög fallegt, en ég er kannski ekki alveg hlutlaus. 😉

  Hlakka til að heyra lagið.

 8. 8 hildigunnur 2007-10-25 kl. 15:24

  jámm, þetta er fallegt.

  Hafdís, almennt er gott að drekka Alsacevín við svona 10-11°, þau þola að vera heldur heitari en flest önnur hvítvín. Með þeim myndi ég bara hafa ost, ef vínið er frekar þurrt þá annaðhvort góðan bragðmildan hvítmygluost eða þá Manchego eða eitthvað í líkingu við hann, ef vínið er í sætara lagi þá frekar blámygluost. Annars fer þetta jú bara eftir smekk…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.788 heimsóknir

dagatal

október 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: