Sarpur fyrir 23. október, 2007

maður hálfskammast sín

fyrir að segja frá því, en þessi lasleiki kemur sér eiginlega afskaplega vel. Treysti mér ekki til að fara að kenna í dag heldur, en er nógu hress til að sitja við tölvuna og semja, og sveimérþá ef jólalagið gæti ekki bara klárast í dag…

Það er allt í einu orðið svo ógurlega mikið að gera hjá mér á morgnana. Tónsmíðanemendur tvo morgna, sellótími hjá Freyju þann þriðja, kennsla í LHÍ þann fjórða (reyndar styttist í henni á þessari önn). Þetta hefur verið minn tími til tónsmíða. Spurning um að reyna að púsla betur næsta vetur.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

október 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa