Sarpur fyrir 21. október, 2007

vonbrigði

Ég sem var svo ánægð með að Blaðið – afsakið 24 stundir – væri komið með vísbendingakrossgátu eins og Mogginn.

Settumst niður með rauðvínsglas til að leysa krossgátuna en hún reyndist bara eyðufyllingarverkefni. Ekki viss um að ég nenni að gera fleiri slíkar ef þær verða svona auðveldar.

Er þetta álit Morgunblaðsfólks á lesendum 24 stunda?

rifs

Stóri runninn úti er enn hlaðinn rifsberjum, verst að fuglarnir þora lítt að tína, út af kisu.

rifs

Berin eru ennþá mjög góð, ótrúlega sæt, orðin þrátt fyrir að vera svolítið krumpuð. Liggur við að maður tíni þau og búi til líkjör eða eitthvað.

Freyja og kammerhópurinn hennar

spiluðu svo þetta í dag:

lag eftir mig. Búnar að æfa síðan í byrjun okt. Freyja er í miðjunni, á sellóið, hinar eru Eva Hauksdóttir (já, norn alnafna þín) á fiðlu, til vinstri og Embla Þorfinnsdóttir til hægri, á víólu. Flottar stelpur, ójá!

og við

hér:

við

kjóllinn

hér ég á leið á árshátíðina:

kjóll


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

október 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa