Sarpur fyrir 16. október, 2007

herra ormur

kom (seint) heim úr skólanum í dag, fór til skólafélaga án þess að láta okkur vita. Vill til að ég veit hvern hann sækir í, og hringdi þegar ég kom heim. Jújú, þar var hann, en Fífa hafði verið svolítið áhyggjufull.

Verra var að hann mætti með gleraugun sín í maski. Glerin sem betur fer heil, en umgjörðin dottin í sundur. Vonandi er annaðhvort hægt að gera við þau eða þetta falli undir ábyrgðina. Hann er slæmur með að troða sér í peysur án þess að rífa af sér augu 3 og 4, þannig að það hlaut eiginlega að koma að því.

sálin komin á sinn stað

hjúkkitt, get mætt á hljómsveitaræfingu í kvöld.

Fiðlusmiðurinn reddaði málinu með sálnahirðinum sínum. Tók svona 10 mínútur. Hefði getað verið verra. Pantaði svo tíma fyrir blessaða fiðluna í smá klössun + nýjan stól á svörtu fiðluna og hár í alla bogana. Um miðjan nóvember. Kominn meira en tími á það…


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

október 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa