kom (seint) heim úr skólanum í dag, fór til skólafélaga án þess að láta okkur vita. Vill til að ég veit hvern hann sækir í, og hringdi þegar ég kom heim. Jújú, þar var hann, en Fífa hafði verið svolítið áhyggjufull.
Verra var að hann mætti með gleraugun sín í maski. Glerin sem betur fer heil, en umgjörðin dottin í sundur. Vonandi er annaðhvort hægt að gera við þau eða þetta falli undir ábyrgðina. Hann er slæmur með að troða sér í peysur án þess að rífa af sér augu 3 og 4, þannig að það hlaut eiginlega að koma að því.
Nýlegar athugasemdir