Sarpur fyrir 9. október, 2007

kanarífuglakonfekt

(já já, ég viðurkenni, er að veiða lesendur með stórskrítnum fyrirsögnum í dag)

En samt, sá uppáhaldið mitt, Confit de canard, stóra dós, í Nóatúni í kvöld. Það var skemmtilegt. Verðið var hins vegar ekki eins skemmtilegt, 4.500 kall. Hvað kostar svona dós á markaði í Frakklandi, Kristín?

sálarmorðinginn ég

hljómar kannski svolítið hrikalega en sálin sem um ræðir er nú ekki í manneskju heldur fiðlunni minni. Stóllinn hrundi, hefur verið eitthvað aðeins skakkur, það gerir nú ekki mikið til, lítið mál að laga, en verra með sálina (pinni sem nær frá baki fiðlunnar að framhlið, undir stólnum). Hmmm. Þetta þýðir að ekki má bíða með að tala við fiðlusmið. Vonandi þarf ekki að taka hana í sundur til að laga!


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

október 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa