Sarpur fyrir 7. október, 2007

megahjólatúr

við hjóluðum í dag alla leið frá Njálsgötunni inn í Garðabæ. Lengst inn í Garðabæ.

Vitið þið hvað er mikið af brekkum á þeirri leið? Og hvað þær eru brattar, sumar hverjar?

Þetta var skemmtilegt, þrátt fyrir að vera pínu erfitt. Svo sem ekkert mál að hjóla suðureftir en – tja – ég var orðin pínu þreytt, hjólandi upp brekkuna fram hjá kirkjugarðinum, á leiðinni heim.

Og núna, sé rúmið mitt í hillingum.


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

október 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa