Sarpur fyrir 5. október, 2007

nærri þvinguð út af

einhver jeppafávitinn (á Stórum Jeppa) ók vinstra megin við mig og örlítið á undan inn í hringtorgið við Nóatún vestur í bæ. Inn á hringtorgið var tekin falleg hreppstjórasveigja, ég þurfti að klossbremsa, út aftur sama, (án klossbremsunar, þar sem ég bjóst algerlega við þessu þar). Núnú, gaurinn var náttúrlega enn til vinstri við mig og þar sem ég gat eins búist við að hann vildi komast á mína akrein, áður en gatan þrengdist við Grandaveg var ég tilbúin og orðin örlítið fúl.

Jújú, stóð heima, hann byrjaði að beygja fyrir mig. Þá lagðist ég á flautuna og hann hrökk til baka. Ég fram úr, með þjósti. Þvuh.

Sá svo að hann horfði á mig, þar sem ég beygði í átt að Bónus og hann hélt áfram út á nesið.

Hefði þurft að geta sagt við hann að hann ætti jeppa, ekki veginn.


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

október 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa