Sarpur fyrir 30. september, 2007

El laberinto del fauno

eða Pan’s Labyrinth

er mjöööög góð mynd.

Unglingurinn dró okkur gamla settið að horfa með sér, hún hafði séð myndina áður og vinkona kom að gista. Þær sóttu myndina út í Krambúð og hún horfði svo á okkur, hvort við ætluðum ekki að horfa líka. Ég er bíófæla og sit yfirleitt frekar við tölvuna á ircinu eða blogginu, Jón fór niður að horfa með stelpunum. Ætlaði síðan að færa JLS uppfærslu á bjórstatus þegar ég sá einhvern skógarpúka á skjá: Ha? Er þetta fantasía? Kom náttúrlega niður og horfði, og mikið sé ég ekki eftir því.

Ekki horfa með ungum krökkum samt, þetta er ekki barnamynd. Gerist í borgarastyrjöldinni á Spáni en vefur inn fantasíunni á mjög sannfærandi hátt. Og endirinn er ekki Hollívúddlegur.

Öll fjölskyldan – nema ég

meira og minna Valsarar – nema ég sem er dedicated antiValsari (hvað er með íþróttafélag nátengt Sjálfstæðisflokknum og svo með kapellu á svæðinu?) fór á úrslitaleik í úrvalsdeildinni í lappablöðru í gær. Jón Lárus lýsir í færslu hjá sér. Þau hjóluðu meira að segja á völlinn, mest til að sleppa við bílakaosið sem við sáum fram á að yrði líklega á svæðinu.

Verð nú að viðurkenna að ég varð glöð fyrir þeirra hönd að Baslarar séu hættir baslinu í bili. Og tók þátt í fagni með því að fara með þeim á Mokka, hvar við fengum okkur heitt súkkulaði með rjóma.

Ekki veitti þeim af eftir vosbúðina á vellinum, allavega…


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa