Sarpur fyrir 29. september, 2007

gamall leikur og spurning til lesenda

Var að rifja upp um daginn þululeik sem við frænkur mínar lékum okkur oft í sem krakkar (úff, hljómar eins og ég sé allavega áttræð). Hann var spilaður með spilum, mig minnir að hann hafi verið kallaður Hjónabandsleikur eða eitthvað þvíumlíkt og átti að lýsa brúðkaupi okkar, þegar til kæmi.

Aðeins var notaður hluti spilastokksins. Farið var með þulu, spilin tínd eitt og eitt í bunka og þegar ákveðið spil (hjartadrottningin?) kom upp stoppaði þulan og orðið sem maður sagði, gilti (úff, þetta er ekki vel orðað, vonandi skilst þetta).

Ég man tvær eða þrjár þulanna en þær voru miklu fleiri. „Maddama, kerling, fröken, frú“ er líklega sú þekktasta, einnig var hvernig við færum til brúðkaups: „Gangandi, akandi, ríðandi, skríðandi, hjólbörum, bíl“, ein þulan var um starf tilvonandi eiginmanns (eitthvað um prest og kóng og bónda). „Hús, kofi, kamar, höll“ lýsti híbýlum sem hjónin myndu búa í, og svo framvegis. Áreiðanlega 6-7 þulur.

Man einhver eftir þessum leik, og þá fleiri þulur? Gúgull skilar engu…

Hver ræður?

Já, það er góð spurning.


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa