skyndijarðarför

Hringt í mig í morgun, klukkan 10.51. Geturðu mætt í jarðarför klukkan 11 í kirkju x?

Ég nýkomin úr baði í rólegheitunum, rennblautt hár í flækju og ekki komin á lappir. Jújú, rýk á fætur og næ í kirkjuna á 6 mínútum, náði að setja maskara á annað augað á þessum einu ljósum sem ég þurfti að stoppa.

Hafði steingleymst að bóka kór og organista. Síðasti sópraninn mætti svona hálfum takti áður en við áttum að byrja að syngja, organistinn byrjaður á forspilinu að sálminum. En hún hafði líka þurft að keyra alla leið úr Hafnarfirði…

10 Responses to “skyndijarðarför”


 1. 1 maggi 2007-09-26 kl. 17:51

  Þetta kemur því miður fyrir við og við. Sumar jarðarfarir hafa byrjað með fjórum söngvurum og endað með tíu.

 2. 3 Svanfríður 2007-09-26 kl. 19:46

  Hvernig er hægt að gleyma að bóka tónlist í jarðarför?

 3. 5 Elías 2007-09-26 kl. 21:12

  Sumir eru bara ekkert alvanir því að halda jarðarfarir.

 4. 6 hildigunnur 2007-09-26 kl. 21:24

  Elías, nei, en útfararstjórarnir eiga nú að vera nægilega vanir 😀 Það var hann sem klikkaði á þessu. Aðstandendur eiga ekki að panta kórinn (nú, nema þá þeir vilji endilega einhvern sérstakan kór)

  Svanfríður, það var alveg búið að bóka tónlistina, bara ekki flytjendurna. Meira að segja stóð aftan á sálmaskránni að við værum að syngja, hafði bara steingleymst að tala við okkur…

 5. 7 Syngibjörg 2007-09-26 kl. 22:10

  þetta er nú met að komast á 6 mínútum og ná að byrja á fyrstu nótunni…..eins gott að vera með öndunina á hreinu eftir svona stress og hlaup.

 6. 8 hildigunnur 2007-09-26 kl. 22:15

  Syngibjörg, inni í þessum sex mínútum var fara á fætur, finna bíllykil, út í bíl, keyra niðureftir, leggja ólöglega og skoppa upp á loft. En ég var 3 mínútum fyrir tíma, þannig að ég var ekkert móð…

  Hanna hafði rúmlega kortér til að komast úr Hafnarfirði, það var hún sem kom á síðustu mínútunni…

 7. 10 baun 2007-09-27 kl. 12:03

  virðing mín og aðdáun á lífi og starfi tónlistarmanna vex…..og var hún ærin fyrir:)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.788 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: