Sarpur fyrir 22. september, 2007

smælinginn,

broskallinn, smiley, emoticon eða hvað sem maður vill kalla fyrirbærið varð 25 ára um daginn (Jón Lárus skrifaði einmitt afmælisfærslu).

Það sem mér finnst merkilegt er hvað fólk hefur lagst í mikla rannsóknarvinnu til að finna þetta. Og að það skuli hreinlega hafa verið til vél sem gat lesið afritið sem þetta var geymt á. Eins og við vitum er þróunin í tölvumálum óhemju hröð, allir löngu búnir að henda floppydiskum og litlum diskum, hvað þá kassettunum sem maður man eftir úr Sinclair Spectrum vélunum, sem voru vinsælar örlítið á undan fyrsta smælingjanum. Maður fréttir síðan af tölvufólki sem þarf að henda vélum sem eru stór og merkilegur hluti af tölvusögu hér á landi og erlendis, þar sem ekkert pláss er fyrir þær og enginn vill taka að sér þessa sögu. Er ekki löngu kominn tími á safn hérlendis?

Mér hefði þótt skelfilega sorglegt ef þessi litli bútur sögunnar, um smælingjann hefði týnst. Þótt sumum þyki þetta leiðindafyrirbæri verður að segjast að þetta er hlutur sem langstærstur hluti tölvu- og netnotenda notast við. Og mér þykir saga hans bara þó dálítið merkileg.

Hér tala svo ég sem segist ekki hafa minnsta áhuga á sögu…


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa