Sarpur fyrir 21. september, 2007

orðlaus

sptt

kötturinn

lék Garfield í morgun.

Henni er gefið þrisvar á dag, á morgnana, í hádeginu og kvöldin, svona sirka á okkar matartímum. Ekki aukabiti á kvöldin eða milli mála, þó hún væli. Sættir sig yfirleitt bara alveg við það.

Nema hvað, venjulega á morgnana gefur sá sem fyrstur kemur upp henni mat í dallinn. Yfirleitt er það önnurhvor stelpnanna sem eru fyrstar upp.

Fífa kom svo frekar snemma upp í morgun, eiginlega bara til að ná sér í handklæði til að fara í sturtu. Kisa náttúrlega býst við að fá morgunmatinn sinn, en þegar Fífa gerir sig ekki neitt líklega til að gefa henni, verður hún þetta litla fúl. Reynir fyrst að veiða Fífu niður um handriðið á stiganum, ekkert virkar. Hleypur þá á eftir henni niður og slengir í hana loppu og bítur létt í fótinn á henni.

Ekkert verið að láta mann komast upp með neitt, hér…

hrmmm?

ég sem hélt að Scheduled downtime hjá WordPress ætti að laga þetta rugl? (tja, reyndar var það ekki alveg búið þegar ég birti síðustu færslu. Gefum þessari séns)

humm, nei, sé núna að það er nýtt, möguleiki á að setja tags í stað categories. Sko, það var ekki ÞAÐ sem vantaði!

framkvæmdir

Þá á að fara að búa til herbergið fyrir litla orminn. Ný hurð + umbúnaður + hleðslugler kemur í hús eftir hálftíma eða svo, smiðurinn kemur reyndar ekki fyrr en eftir helgi.

Einn lítill maður hér er orðinn pínulítið spenntur.


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa