Sarpur fyrir 20. september, 2007

týndu tónverkin

Önnur tveggja tónsmíðanemenda var hjá mér í tíma í morgun. Í lok tímans fórum við út í umræður um það sem við værum að semja, hvað maður væri ánægður með og hvað ekki, stundum er maður hundóánægður og hendir öllu í ruslafötuna í horni skjásins og tæmir.

Hún kunni sögu af Burt Bacharach og Stevie Wonder, þeir höfðu báðir verið spurðir að því hvernig þeir gætu samið svona falleg popplög. Báðir svöruðu svipað: Ég sem svona 10 lög á dag, eitt af þeim er kannski gott. Restinni er hent.

Hvernig ætli það sé þá með löngu týnd verk frægra tónskálda sem finnast? (verkin, sko, ekki tónskáldin) Gæti ekki verið ástæða fyrir að þau voru týnd? Viðkomandi tónskáld ekkert viljað halda þeim á lofti. Ég hef ekki heyrt af nýrri Jóhannesarpassíu eða Brandenborgarkonsert, eða neinu álíka.

Hefði kannski verið gott fyrir þessi tónskáld að eiga svona fína ruslakörfu í horni á skjá…

þetta er nú held ég það versta

sem ég hef séð, allavega mjög lengi.

skoðið hér en þetta er eiginlega ekki fyrir viðkvæma. Frekar grafískt.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa