Sarpur fyrir 19. september, 2007

heh

við Jón Lárus sitjum sitt í hvorri tölvunni og bloggum í kapp. Talandi um að vera sólginn í innlit á síðuna: Hei, ég er komin með nýja færslu. Viltu kíkja?

mesta spennan er orðin:

Verður hægt að skrifa komment við þessa færslu eður ei?

Vinsamlegast skrifið við þær færslur sem hægt er, ég er í algjöru áfalli að missa af öllum þessum frábæru kommentum…

fundr

drattaðist á foreldrafund áðan, sameiginlegan fund bekkjarfulltrúa í Austurbæjarskóla.

Sé fram á skemmtilegt ár með foreldrahittingum í bekkjum (án barna, sko), ætla að leggja til að það verði bannað að tala um börnin á þeim hittingjum.

Kom heim, Fífa tók á móti mér með orðunum: Ertu orðinn bekkjarfulltrúi AFTUR?

held ég hljóti að fara að verða búin með kvótann…

strætó

ekki fer ég nú oft í strætó, svona sirka hálfsmánaðarlega (þá daga sem ég kenni í Hafnarfirði og Finnur fer í víóluhóptíma með pabba sínum, sem þarf þ.a.l. að nota bílinn)

Mér finnst reyndar ágætt að taka strætó, maður hefur einhvern veginn svo góðan tíma til að láta hugann reika.  Í fyrra fór ég oft með ipoddann með mér, eða þá bók en ég endaði yfirleitt á því að vera frekar að hugsa og stúdera mannlífið í strætó.  Spá í hvort krakkarnir sem koma inn hjá Austurveri séu versló- eða MHingar (mun fleiri MHlegir), spá í hvað fólk sé að fara að gera.

Bílstjórinn í dag var reyndar fúll.  Tók ekki undir þegar ég heilsaði, brá ekki einu sinni (fýlu)svip.  En hei, kannski var hann bara í vondu skapi í dag.

Kenna núna, kannski framhald á eftir.

hjálp

hvað er eiginlega með athugasemdakerfið hjá wordpress.com?

lagalagalaga, plís?


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa