Sarpur fyrir 16. september, 2007

ég varð ekki sérlega fúl

í gærkvöldi þegar ég fékk þvílíka snilldarhugmynd. Við erum að fara að breyta innganginum okkar niðri í smá herbergiskompu handa Finni, þau systkinin eru að verða þreytt á að vera saman. 11 ára stelpa og 7 ára strákur, alveg að koma tími á það. Þrátt fyrir að vera í sjö herbergja íbúð. Er þetta ekki alltaf svona, mann vantar eitt herbergi í viðbót? (það er ekki hægt að breyta stofum, skrifstofu eða sjónvarpsherbergi í svefnherbergi, þar sem það þarf að ganga í gegn um þær til að komast milli húshluta).

Forstofan okkar uppi er hins vegar pínulítil og við hlökkuðum ekki til að setja þar inn skótau og yfirhafnir fyrir 5 manns.

Nema hvað, í íbúðina er einn inngangur til, í gegn um sameignargang að þvottahúsi. Meðeigandinn okkar notar eiginlega aldrei þvottahúsið, þannig að hann mun örugglega ekkert hafa á móti því að nokkrir skór og yfirhafnir hangi þarna. Sleppum við að troða draslinu uppi. jei!

sveimérþá

voðafónn og wordpress virðast vera í hakki til skiptis núna. Annaðhvort næ ég ekki sambandi við útlönd (Vodafone – tækniliðið ekki í nægum vandræðum til að segja símsvöruninni frá því, en samt í vandræðum, trúið mér) eða þá WordPress að segja mér að kommentin við færslurnar mínar séu óvart ekki til. Finn þær nú alltaf inni á umsjónarsíðunni.

Humm.


bland í poka

teljari

  • 380.654 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa