ógurlega spennandi rétt úr matreiðslubókinni Curry Lover’s cookbook, sem bróðir minn og mágkona gáfu okkur einhvern tímann. Steiktir maískólfar í indverskri lauksósu. Ilmurinn hér er himneskur.
Kannski maður hendi inn uppskrift á Brallið, ef þetta er eins gott og það lofar.
Svo er samt maískorn (EKKI gular baunir) eiginlega frekar óhollt og reyndar allt of mikið étið af því, í allskyns myndum. Corn syrup er í langflestu sætu, svo er cornflakes náttúrlega, kornsterkja er mjög víða og dýrin sem allavega Kaninn étur eru meira og minna alin á maís.
Best að hugsa ekki allt of mikið um þetta á meðan við borðum, samt…
Úff já, ég var að lesa The Omnivore’s Dilemma um daginn – fyrsti hlutinn af bókinni sem snýst um maísinn er algjör hryllingssaga. Það liggur við að hann hafi valdið mér martröðum.
akkúrat, það var bókin sem greinin byggðist á.
Maturinn var samt æði 🙂