Sarpur fyrir 15. september, 2007

uppskriftin

Maturinn var himneskur (tja Freyja fitjaði upp á nefið, Fífa var ekki heima en Finnur borðaði með bestu lyst)

Þetta fer á fastalista. Það er ljóst. Og við munum halda áfram að prófa rétti úr bókinni. Takk, Óli og Kristín.

Hér kemur uppskriftin svo, ef einhver er spenntur.

erum að prófa

curry

ógurlega spennandi rétt úr matreiðslubókinni Curry Lover’s cookbook, sem bróðir minn og mágkona gáfu okkur einhvern tímann. Steiktir maískólfar í indverskri lauksósu. Ilmurinn hér er himneskur.

Kannski maður hendi inn uppskrift á Brallið, ef þetta er eins gott og það lofar.

Svo er samt maískorn (EKKI gular baunir) eiginlega frekar óhollt og reyndar allt of mikið étið af því, í allskyns myndum. Corn syrup er í langflestu sætu, svo er cornflakes náttúrlega, kornsterkja er mjög víða og dýrin sem allavega Kaninn étur eru meira og minna alin á maís.

Best að hugsa ekki allt of mikið um þetta á meðan við borðum, samt…

hvað er með

að setja kammermúsíkspilatíma fyrir Freyju klukkan hálftíu á laugardögum? Hefði svo vel getað hugsað mér að sofa örlítið lengur.


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa