Sarpur fyrir 10. september, 2007

fáránlegasta

spurning ever í Trivial:

(sko, ég man eftir að hafa haft getraun hér með þeirri erfiðustu – að mér fannst – um hver framleiddi einhverja tennisbolta. Hér kemur hins vegar sú fáránlegasta sem ég hef séð)

Í hvað breytist stál þegar það er húðað með sinki?

svarið:

Sinkhúðað stál!

Maðurinn minn gaf mér rétt fyrir galvaniserað stál…

sko, þetta

hér var sjokkið um daginn. Við erum ekki smá fegin að betur fór en á horfðist. Úff.

jæja

þá er maður kominn með langþráðlaust mótald (ókei, langþráð þráðlaust, þá).  Unglingurinn alsæll á netinu í tölvunni sinni, reyndar eigum við eftir að athuga hvort merkið nær milli hæða. 

Kom reyndar ekki til af góðu, gamla mótaldið gaf upp öndina í gærkvöldi.  Vodafonegaurnum sem seldi mér nýtt þótti endingin á því góð (4 ár, ef ég man rétt). 

Allavega gott að vera kominn á netið aftur.  Heilir 13 netlausir tímar, náttúrlega svakalegt!


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa