Sarpur fyrir 2. september, 2007

út að hjóla

einu sinni sem oftar, í svolitlu sjokki þó (heyrið sjálfsagt meira um það síðar, ekki núna)

Maður er alltaf að reyna að finna nýjar leiðir að hjóla og löngum tekst það ágætlega. Í dag hjóluðum við út á Granda, fórum bak við fýluuppsprettuna (ætli séu mörg orð í íslensku sem hafa þrisvar sinnum sama staf tvisvar í röð, annars) Granda hf, ekki verið að bræða í dag þó. Þar er náttúrlega höfnin í öllu sínu veldi. Fullt af pólverjum að veiða sér í soðið, sérstaklega úti við Reykjavíkurvita. Gengum þangað út, ég hélt að ég væri alveg laus við lofthræðsluna sem helltist yfir mig þegar frumburðurinn fæddist en mér var eiginlega ekkert alveg sama að ganga þarna eftir þessum – tja – tæplega metra breiða vegg án nokkurra handriða.

En það var skemmtilegt að sjá Reykjavík frá þessu sjónarhorni, mæli með því ef einhverjir eiga það eftir.

Adam

góður í dag:

Adam


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa