Sarpur fyrir 1. september, 2007

humm

sonur minn, sá litli gleymni virðist hafa gleymt skólatöskunni sinni í skólanum í gær.

Hverju vill fólk veðja að hann verði búinn að týna símanum sínum innan viku?

svo duttum við

með litlum fyrirvara inn á vínsmakk hjá honum Adda, aðallega chablisvín sem hann er að spá í að flytja inn. Verulega góð, mörg hver, gæti bara vel trúað að eitthvað af þeim yrðu fastagestir hér í rekkum.

lokaæfingin

á UNM verkunum var í dag, ég hugsa bara að þetta verði alveg alltílæ skemmtilegir tónleikar. Mæli með þeim, Neskirkja klukkan 20.00 annað kvöld.

Er reyndar pínu hissa á því að félagsmenn í Tónskáldafélaginu hafi ekki fengið aðgangskort á tónleikana. Maður er orðinn svo góðu vanur. Ætla að reyna að vera frekar dugleg að stunda hátíðina í þetta skiptið.


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa