er að útbúa köku úr Eftirréttabók Hagkaups, lítur mjög vel út svosem.
Nema hvað, í henni er nær jafnmikið kakó og hveiti (smá ýkjur en ekki sérlega miklar), svipað af sykri. Samt stendur að maður eigi að hræra þar til létt og ljóst. N.B. það eru engin egg…
(ég hræri og hræri en ekkert gerist)
Kannski þetta væri eitt af því sem prófarkalesari hefði rekið augun í, í þessari blessuðu bók, sem, eins og hinar Hagkaupsbækurnar, hefur örugglega alls ekki verið prófarkalesin. Rugl.
spes…