Sesto giorno

Gengið frá á hótelinu, aldrei aftur. Reyndar gátu Þorbjörn og fjölskylda ekki kvartað, þar sem þau voru ekki látin borga nema eitthvað pínulítið, alveg óviljandi örugglega. Stelpan í lobbíinu var ekki sérlega klár á þessu, greinilega.

Nú var almesta snilldin tekin í notkun, talstöðvar milli bíla. Þorbjörn og Helga áttu 4 talstöðvar og lánuðu okkur hinum (ja, auðvitað voru hinar fjölskyldurnar búnar að nota þær á leiðinni á hótelið en við fengum slíka fyrst þarna), stilltum á stöð 8 og gátum ss. verið í sambandi í samflotinu. Ótrúlega þægilegt, fyrsti bíll var með gps satnav vegatæki og stjórnaði ferðinni, reyndar var annað tæki með í för en það var í tómu óstandi allan tímann og þýddi lítið að treysta á það.

Byrjuðum í næsta smábæ, Acilia, til að taka út peninga í hraðbönkum og fara í bókabúð til að leita að – ja, hverju haldið þið? Hvaða bók hafði komið út þá um nóttina?

Ítalirnir voru nú samt ekki eins áfjáðir og við, hvergi fannst bókin, alls staðar viðkvæðið: Hún kemur á fimmtudaginn/kemur á föstudaginn eða eitthvað álíka. En við keyptum okkur vegakort, nauðsynlegt að eiga slíkt, hvað sem líður öllum gps tækjum, þar sér maður aldrei stóru myndina, bara nokkra kílómetra áfram.

Ákváðum að fara yfir Appennínafjallgarðinn og gegn um Sibillini þjóðgarðinn þar, risastór. Gaman að fara sveitavegina, þó það sé svo sem nóg að gera slíkt einu sinni í ferðalagi. Römbuðum á veitingahús í Rieti, fengum ljómandi gott antipasti, fullt af mismunandi smáréttum, nóg handa öllum. Þurftum enga eftirrétti, allir voru pakksaddir eftir forréttinn. Ég næ ekki alveg hvernig Ítalir geta borðað alla þessa rétti, jafnvel þó þeir séu iðulega allt kvöldið að, í rólegheitum.

Eftir Rieti tók við hlykkir&skrykkir.it. Ótrúlega hlykkjóttir vegir, fram og til baka, upp og niður. Vill til að það var enginn illilega bílveikur með, Finnur endaði reyndar á því síðar í ferðinni að steinhætta að þola þessa vegi, gubbaði þrisvar. En ekki þennan dag, sem betur fór, þetta var langlengsta ferðalagið á svona vegum.

Í þjóðgarðinum urðum við fyrst vör við skógareldana, sem voru svo allan tímann ekki langt frá okkur í Le Marche:

skógareldar

Þarna sést reykur frá einum slíkum. Bíllinn sem Þorbjörn og Helga voru á sést þarna beint fyrir framan okkar.

Komumst svo loks í húsið, eftir 6 tíma ferðalag frá Róm. Ótrúlega flott hús, fór fram úr öllum okkar vonum, þrátt fyrir að hafa verið búin að sjá myndir (að utan). Slatti af vespum þarna en engar moskítóflugur (allavega mjög fáar slíkar, búið að vera allt of þurrt). Eini gallinn við húsið var að það var engin loftkæling í herbergjunum. Ekki alveg nógu gott, en við þoldum það, notaðar ýmsar aðferðir.

Tók bara eina mynd þarna um kvöldið, af herberginu okkar Jóns Lárusar:

herbergið okkar

10 Responses to “Sesto giorno”


 1. 1 Eyja 2007-08-4 kl. 12:35

  Mig langar í svona rúmgafl.

 2. 2 hildigunnur 2007-08-4 kl. 12:38

  já, hann er æði!

 3. 3 Fríða 2007-08-4 kl. 13:14

  Mikið er ég eitthvað gamaldags. Ég nota bara kort. Og áttasansinn. Þennan meðfædda innbyggða.

 4. 4 hildigunnur 2007-08-4 kl. 15:25

  ég á sko ekki innbyggðan áttasans, þannig að það þýðir lítið 😀

  En satnav kerfið er algjör snilld. Hefði þokkaleisjónallí viljað hafa svoleiðis fyrsta kvöldið, þegar við vorum að leita að hótelinu…

 5. 5 Veiga 2007-08-4 kl. 15:52

  Ég veit, ég veit. Harry Potter.

 6. 6 hildigunnur 2007-08-4 kl. 19:02

  Sko Veigu, húrraaaa 😀

 7. 7 GAA 2007-08-5 kl. 01:08

  Góðar nætur í húsinu, þrátt fyrir hita og svita. Þetta er spurning um að sættast við sinn svita…. Þetta virðist hið huggulegasta ferðalag!

 8. 8 Kristín 2007-08-5 kl. 08:11

  Ha ha! GAA, Hildigunnur er að segja frá ferðalagi sem er liðið. Hún er komin heim í svalann.

 9. 9 hildigunnur 2007-08-5 kl. 10:25

  ég held nú að GAA átti sig alveg á því 😀 Ég er allavega ekki svona forspá (með myndum og öllu)

 10. 10 Jón Lárus 2007-08-6 kl. 23:22

  Sviti? Hvaða sviti? Hann gufaði alltaf upp án þess að maður tæki eftir honum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.560 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: