tvíklukkuð

bæði fengið klukk frá Fríðu og Önnu, klukkið var á dönsku hjá Fríðu en ég er nú ekki að spá í að telja upp syndir á dönsku, né heldur að telja upp sextán. Held mig við átta. Ja, eða sjö, þarf maður meira en dauðasyndirnar?

1. Ég drekk fullmikið kók (með sykri)
2. Mér þykir einnig bjór, rauðvín og góður matur hættulega gott (var þetta ekki 3?)
3. Ég er ógurlega löt, en þar sem ég vinn mjög hratt trúir því yfirleitt enginn
4. Ég get hangið á netinu tímunum saman. En horfi á móti eiginlega ekkert á sjónvarp.
5. Ég get orðið snögglega bálreið. Sem betur fer ekki oft og eiginlega aldrei lengi.
6. Ég á það til að ræna dóttur mína tölvunni sem hún fékk í fermingargjöf. En hún má vera í minni á meðan.
7. Ég nenni eiginlega ekki á fyrirlestur eftir kortér.

Ég ætla ekki að klukka neinn. Nema ef lesendur vilja telja sig klukkaða, þá mega þeir það.

3 Responses to “tvíklukkuð”


 1. 1 Elías 2007-07-13 kl. 02:30

  Ég vildi
  að ég væri
  eins og þú

  og vakað gæti bæði daga og nætur

  Að öllu
  skyldi kveða
  óð um unað, ást og trú

  sem aldrei bregst en hugga lætur.

  Já, ef ég
  mætti lifa
  eins og lindin silfurtær

  sem lög á sína undra strengi slær.

 2. 2 Fríða 2007-07-13 kl. 08:41

  hehe, ég get víst sagt það sama og þú varðandi letina og það með að vinna hratt. Svona getur maður gabbað fólk 🙂

 3. 3 hildigunnur 2007-07-13 kl. 10:06

  haha, ég get alveg vakað á nóttunni allavega 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.798 heimsóknir

dagatal

júlí 2007
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: