þá er maður búinn

að keðjuverka, þetta var ekki smá skemmtilegt. Gátum ekki beðið um betra veður. Hjóluðum frá Glæsibæ, niður Suðurlandsbraut og Laugaveg, Bankastræti, Lækjargötu, yfir Tjarnarbrúna, Tjarnargötu og að ráðhúsinu, síðan hringuðum við Alþingishúsið og enduðum á að fá okkur að borða á Austurvelli.

Stendur til að halda þetta mánaðarlega síðasta föstudag í mánuði. Stay tuned.

Meira hér og hér. Myndir örugglega fljótlega.

8 Responses to “þá er maður búinn”


 1. 1 Björn Friðgeir 2007-06-29 kl. 14:53

  Tímasetningin sýnir að þetta er ekki fyrir venjulegt vinnandi fólk.

 2. 2 hildigunnur 2007-06-29 kl. 15:37

  jámm, þetta verður á betri tíma næstu skipti, fimm eða hálfsex. Ástæðan fyrir þessu núna var að fyrir því stóðu krakkar úr Hinu húsinu og áttu að gera þetta á vinnutíma.

  Klárt það geta ekki allir tekið sér tveggja tíma hádegi…

 3. 3 Fríða 2007-06-30 kl. 06:22

  Þessu hefði ég viljað taka þátt í, en staður og stund hentuðu enganveginn.

 4. 4 hildigunnur 2007-06-30 kl. 10:34

  nei, kannski verðurðu í Reykjavík síðasta föstudag í júlí eða ágúst.

 5. 5 Jón Lárus 2007-07-1 kl. 19:02

  Var tvennt við þetta, annað sem pirraði mig og hitt, sem ég var hissa á. Það sem pirraði mig var að sumir í hópnum voru viljandi að loka báðum akreinum á götunni. Það var alger óþarfi og veldur bara pirringi. Ekki til að hjálpa málstaðnum. Hitt, sem ég var hissa á var hvað fáir voru með hjálma. Þeir sem taka þátt í svona ættu að sjá sóma sinn í að vera með hjálma og vera fyrirmynd.

 6. 6 hildigunnur 2007-07-1 kl. 19:09

  jámm, sjá hinn tengilinn hjá mér. Kannski ég kommenti þar með hjálmaleysið…

 7. 7 Morten Lange 2007-08-3 kl. 13:21

  Aftur var farið í keðjuverkun 27.júli kl. 18 frá Glæsibæ, Rvk, og næst skilst mér að þetta verði 31. águst ( kl.18 frá Glæsibæ)

  Tek undir með Jóni Lárúsi ( og Ævari á spjalli HFR.is ) um að mjög óæskilegt sé að nota meira en eina akrein. Alla vega á meðan við erum svona 40-150 manns. Þessi hlutur gékk nokkuð vel 27.júli.
  Hins vegar fannst mér ekki gott að þarna var hópur, sennilega tengd Saving Iceland“ að kalla „niður með kapitalisman“, og voru stundum að reyna að stöðva umferð. Ég sagði þeim að mér og mörgum öðrum finnist þetta skemma fyrir málstaðnum sem Keðjuverkun snýst um. Mótrökin var spurning um hvort ég var á móti tjáningarfrelsi, eða eitthvað í þá veru. En það er að sjálfsögðu ekki málið, heldur að segja frá tilfinning mín um að þeir skemma fyrir okkur. Talaði við þónokkuð af fólki sem var sammála.

  Varðandi hjálmar, þá er það allveg með ólíkindum hvað hefur tekist vel til að heilaþvo okkur. Var sjálfur þannig ( nánast) þangað til ég var búin nað lesa mig til yfir nokkra mánuði. Umferðarráð tók tillögu Samband Íslenskra Tryggingafélaga (blessuð sé minning þeirra…) um að banna hjólreiðar án hjálma til umfjöllunar, og þá varð ég sem fulltrúi hjólreiðamanna að kanna málið.

  Niðurstaðan af tveggja ára lestri, umræður og ferð á alþjóðleg málstofu um hjálma ( Undir Velo-City2007.com ) er í mjög stuutu máli : Hjálmaskylda virðist ekki hafa virkað í neinum löndum þar sem þetta hefur verið sett á og rannskað svo nokkur sómi sé af. Alvarlegum höfuðmeiðslum fækka ekki umfram því sem þeir gera án hjálmaskyldu eða umfram fótgangandi. Þar af leiðandi ( ásamt öðrum niðurstöðum hjálmahóps ECF – European Cyclist Federation ) ætti að slaka á þessu endalausu hjálmatali, og snúa umræðunni að því sem skiptir máli fyrir umferðaröryggi hjolreiðamanna. Það er t.d. lækkun hraða, tillitssemi, reynsla og fjöldi hjólreiðamanna.

  Ef einhver vill samt ræða hjálma-mál (eða öðrum málum – gjarnan), setjið inn athugasemd á mortenl.blogg.is eða lhm.blogg.is undir viðegandi færslu, eða sendið skeyti á lhm@islandia.is

 8. 8 hildigunnur 2007-08-3 kl. 16:11

  Jámm. Þrítugastiogfyrsti, já, eiginlega annað planað en séns á að það verði daginn eftir. Vonandi. Annars komum við mögulega öll fjölskyldan (ef ég get fengið lánað hjól einhvers staðar, nú eiga allir nema ég 😦 )


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: