mikið væri ég til í

að geta sett París Hilton á ignore; á ircinu er hægt að velja að maður sjái ekki færslur fólks sem pirrar mann. Til þess að fá ekki fréttir af þessu fyrirbæri þarna, þarf maður hins vegar að hætta að fletta blöðum og skoða mbl.is og álíka síður. Ekki viss um að ég færi alveg svo stóra fórn.

13 Responses to “mikið væri ég til í”


 1. 2 Þorbjörn 2007-06-24 kl. 10:36

  Spurning um eina prósakk kannski…

 2. 3 Eva 2007-06-24 kl. 11:13

  O, mikið er ég sammála núna. Þetta rugl er eins og farsótt, ég stend sjálfa mig að því að líta á myndir af þessari stúlku og lesa fyrirsagnir um hana þótt ég hefi nákvæmlega engan áhuga á málinu.

 3. 4 hildigunnur 2007-06-24 kl. 13:15

  Arngrímur; því miður get ég ekki notað Firefox, annars væri beyglan löngu komin á bannlista…

 4. 5 Kristín 2007-06-24 kl. 14:02

  Líklega er það skortur á sérhæfingu blaða og tímarita á Íslandi sem veldur því að fólk losnar ekki undan þessari plágu. Síðurnar FÓLK Í FRÉTTUM hafa lengi pirrað mig í Mogganum, það eru engar svona síður í LE MONDE eða LE FIGARO, þær eru bundnar í lélegum sérblöðum sem fylgja reglulega með en auðvelt er að henda án þess að opna.

 5. 6 Kristín Björg 2007-06-24 kl. 15:11

  Ég segi það sama og Eva. Mér finnst óþolandi þegar ég er allt í einu farin að lesa um konuna sem eg hef engan áhuga á og finnst standa fyrir allt ómerkilegt í heiminum

 6. 7 Veiga 2007-06-24 kl. 16:33

  Ég er alveg sammála. Hvað hefur Paris Hilton gert sem getur talist merkilegt?

 7. 8 hildigunnur 2007-06-24 kl. 16:42

  ekkert, nákvæmlega ekkert.

 8. 9 vælan 2007-06-24 kl. 18:34

  kvaðakvaða ekki þessa dómhörku mín kæru.. hún hefur bæði staðið fyrir stórfenglegri þáttagerð fyrir sjónvarp og gefið út hreint meistarastykki á tónlistarsviðinu 😉 hehehe

 9. 10 hildigunnur 2007-06-24 kl. 20:15

  😀

 10. 11 Hafdís 2007-06-24 kl. 23:24

  Ójá, ég elska það þegar leiðinlegt efni er sett í sérblöð. Ég er t.d. mjög flink í að fletta íþróttablaðinu í burtu með einni snöggri hreyfingu án þess að missa athyglina á að skima í gegn um alvörumoggann 😀

 11. 12 Kalli 2007-06-25 kl. 22:45

  Eina sem gæti glatt mig með París Hilton ef hún myndi ættleiða stúlkubarn frá SA-Asíu og skíra Hanoi Hilton.

  Og þó, think of the children.

 12. 13 hildigunnur 2007-06-25 kl. 23:43

  já, engu barni vil ég svo illt…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.797 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: