í gær var farið í Gróðrarstöðina Mörk, í stað Blómavals. Sáum ekki eftir því, frábært úrval og flottar plöntur. Potuðum niður slatta en eigum eftir að fara allavega eina ferð.
Hér er litla steinhæðin sem við bættum í garðinn fyrir nokkrum árum.
og hér eru blóm og kryddjurtir við innganginn sunnan megin.
Núna langar mig í garð. Þetta er svo flott hjá þér. Ég verð að láta mér nægja að hafa blóm í pottum á svölunum hjá mér.
takk takk 🙂 Blómin á neðri myndinni eru reyndar í stórum potti, svona hálftunnu sem við keyptum í Blómavali í hitteðfyrra.
En dúllulegt 🙂 . Er Mörk ódýrari en Blómaval :p ? Ég þarf örugglega að fara aftur því ég klúðraði aðeins einu blómi með því að fara að kljúfa það aðeins :s og var að spá í að kaupa bara ný í staðinn. Veistu hvort maður fær myntu til að hafa úti á svölum þarna 😀 ? Híhí, kannski ég verði bara að fara á staðinn og gramsa…
veit ekki hvort Mörk er ódýrari, en allavega betra úrval. Mig minnir að ég hafi séð myntu, en þar sem ég átti slíka plöntu var ég ekki að leita að henni.
Fallegt!