Sarpur fyrir 19. maí, 2007

nýtt uppáhald

vorum ekki með smá hrikalega góðan mat í kvöld. Kannski boðar ekki nægilega gott að fagna frumflutningi fyrirfram, en ég er nú nokkuð viss um að þetta lukkast bærilega (og ef ekki, má bara endurtaka, verkið ekki langt og tónleikarnir óformlegir).

Allavega, áttum tvær andabringur í frysti, tókum út í gær og þíddum í ísskáp. Fórum í landsliðsréttabók Hagkaupa og ætluðum að búa til rétt þaðan, uppgötvuðum að í sósuna áttum við ekki fersk eða frosin kirsuber, bara niðursoðin í eigin legi, ekki púrtvín, bara sérrí, ekki andakraft, bara kjúklingakraft og ekki hindberjaedik. Sykur var reyndar til.

Þannig að við fórum eftir uppskriftinni hvernig ætti að steikja bringurnar (5 mínútur á góðum hita á fituhliðinni, 1 1/2 mínútu hinum megin, og bara salt og pipar). Sósan var impróvíseruð. Safinn af kirsuberjunum (þetta var ekki svona kirsebærsauce heldur dessertkirsebær í eigin safa), 2 msk púðursykur, 1 msk sérrí, 1 msk kjúklingakraftur, sleppti alveg edikinu en saltaði aðeins. Soðið niður í góða stund áður en berjunum sjálfum var bætt saman við. Setti síðan reyndar öööörlítið af sósujafnara, hún má alls ekki vera þykk en heldur kannski ekki alveg eins og vatn. Í hæsta lagi hálf matskeið.

Með þessu vorum við með lambasalat með kirsuberjatómötum og smá balsamediki (sleppi líklega tómötunum næst og set mögulega melónubita eða álíka í salatið, sýran var ekki alveg að gera sig) og smjörsteiktar kartöfluskífur.

Vínið með var þetta. Álíka sælgæti og rest.

Ef einhver er farinn að slefa, fría ég mig ábyrgð…

frumflutningur

á morgun verður frumflutt nýtt verk eftir undirritaða, Slæðingur, fyrir riiiisastóran barnakór (600 börn), strengi, brasskvintett og slagverk. Textinn er snilldarljóð eftir Hannes Hafstein, sambræðingur ýmissa gamalla drauga- og hryllingssagna.

Verkið var pantað í fyrra, skilað um áramót og nú er kóramótið Norbusang í gangi, 600 börn frá öllum Norðurlöndum.

Tónleikarnir í Mýrinni (íþróttahúsi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ) klukkan 15.00, allir velkomnir.

já sveimérþá

Þetta litist mér bara þokkalega á. Margir verri kostir í stöðunni.


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa