Sarpur fyrir 7. maí, 2007

horfið

á þetta.

næsta sunnudag

eru aftur tónleikar hjá mér klukkan 17.00, þá með hljómsveitinni og í Seltjarnarneskirkju. Einhvern veginn efast ég um að ég muni plögga þá eins mikið og þessa síðustu. Enda venjulegri tónleikar þar á ferð.

Gæti samt vel orðið gaman, Brahms sinfóníurnar eru alltaf flottar. Verst að það er óttalegt hallæri í fiðludeildinni, okkur sárvantar fleiri fiðlusargara. Ef þið þekkið fólk sem hefur spilað slatta, lært sem krakkar, kannski tekið svona fimmta stig eða svo, bendið því endilega á að fríska upp á kunnáttuna og koma og spila með okkur. Metnaðarfullar dagskrár, skemmtilegur stjórnandi (og kröfuharður) og fíneríis félagsskapur. Ég tími engan veginn að hætta, þó ég hafi svo sem yfrið nóg við tímann að gera.

tónleikarnir

gengu bara ljómandi vel, ég hlakka til að heyra upptökuna. Vonandi getum við flutt þessa efnisskrá aftur og það sem fyrst.

Skil reyndar ekki það sem maður var búinn að heyra, að Óttusöngvarnir væru svo voðalega erfiðir, þetta er langt því frá erfiðasta Nordalverkið sem ég hef sungið. Requiem er miklu miklu snúnara. Það gekk bara hratt og vel að æfa þetta upp.

próf

verður maður ekki að taka prófið, eins og allir:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 68.75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 18%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%

Svo sem svipað og ég reiknaði með, nema ég skil ekki alveg þetta með Framsókn og hélt reyndar að ég hefði aðeins meira sameiginlegt með Samfylkingunni.


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa