langur

dagur í dag, fyrst kom hann Bjarni litli hennar Hafdísar í prufupössun, þar sem Fífa ætlaði að sjá um gutta á meðan á tónleikum stæði, þá hjólatúr inn í Laugardal, brutum reglur grasagarðsins með því að hjóla í gegn (sáum ekki neitt skilti með bannmerki við aðalinnganginn, þrátt fyrir að skima, svo var skilti vestast þar sem við fórum út). En við vorum reyndar ekki fyrir neinum. Rok í rétta átt, auðvelt að hjóla heim. Mættum þessum bloggara ásamt dóttur á Snorrabrautinni á leiðinni heim.

Þá tónleikar, 15.15 í Norræna húsinu, meðal annars frumflutt útskriftarverkefni fyrrnefndrar Hafdísar frá LHÍ, megaflott verk sem Caput átti fullt í fangi með að flytja (að Guðna stjórnanda sögn, ekki að það heyrðist nokkurn hlut á flutningnum). Annað á tónleikunum sönglög eftir stórtenór og sópran, verk fyrir flautu, píanó og slagverk eftir ungt rúmenskt tónskáld og sveitadansar eftir kennara úr sveit. Allt flott. Sveitadansarnir ekki dæmigert Caputfóður, en sveimérþá ef þau gátu ekki svingað.

Komst ekki í partíið eftir tónleikana (muuu) þar sem ég þurfti að rjúka beint á kóræfingu, kom meira að segja hálftíma of seint, 15.15 eru yfirleitt ekki nema klukkutími og ég hafði reiknað með að ná þessu nákvæmlega, en þá voru þessir einn og hálfur í staðinn. Og endað á verkinu hennar Hafdísar, þannig að ég hafði ekki séns á að laumast út milli verka, þegar aðalstykkið var síðast. Oh well.

Æfingin gekk mjög vel, bara, Óttusöngvarnir alveg að smella saman. Organistinn mætti í dag og spilaði með okkur, en við erum enn ekki farin að heyra einsöngvarana, sellóið og slagverkið. Get ekki beðið fram á föstudag, þegar þetta kemur allt saman.

Endaði síðan á stjórnarfundi Hollvinafélags Sumartónleika í Skálholtskirkju. Drög komin að dagskrá sumarsins, margt mjög spennandi. Fáið örugglega að heyra af því þegar nær dregur og búið er að negla þetta fastar.

ussuss, ein löng færsla. Og ég sem hefði örugglega getað bútað þetta niður í fleiri…

12 Responses to “langur”


  1. 1 Hafdís 2007-04-29 kl. 22:39

    Híhíhí, komið blogg um tónleikana :D! Takk takk takk takk takk fyrir mig og Bjarna litla! Mamma og pabbi sögðu að Bjarni hefði verið hinn kátasti hjá Fífu.

    Æjá…þú kemur bara í sumarpartíið mitt í staðinn ;), þegar ég hef útflutnings-útskriftar- og útþrítugspartý (allt hitt var eitthvað út).

  2. 2 hildigunnur 2007-04-29 kl. 22:40

    bóka það, þegar í stað 😀

  3. 3 hildigunnur 2007-04-29 kl. 22:41

    hei, Hafdís, ef þú vilt að smælingjarnir virki, máttu ekki vera með kommusetningu neitt upp við þá 😉

  4. 4 Gunnar 2007-04-30 kl. 00:31

    mér finnst þeir sætari sem texti! :D’

  5. 5 hildigunnur 2007-04-30 kl. 00:43

    reyndar eru þessir wp ekkert sérstakir, ég kunni hins vegar vel að meta enetation smælingjana. Og suma í adium, The Blacy og Popo settin sérstaklega.

  6. 6 Elías 2007-04-30 kl. 08:35

    Nú? Veifuðuð þið? Ég tók ekki eftir neinu. Í hvaða átt voruð þið að fara?

  7. 7 hildigunnur 2007-04-30 kl. 08:42

    Við vorum að koma út úr Skúlagötu framhjá Lögreglustöðinni og yfir Snorrabraut í vesturátt, þið voruð að fara niður Snorrabraut í átt að sjónum. Ég veifaði, já, en Jón Lárus tók ekki eftir ykkur heldur 😀

  8. 8 Hafdís 2007-04-30 kl. 10:40

    Ó! Ókei…prófa ókommaða smælingja 🙂 :p

  9. 9 Hafdís 2007-04-30 kl. 10:40

    …hinn virkaði ekki :s . Eníveis…

  10. 10 Hafdís 2007-04-30 kl. 10:41

    …og ekki þessi heldur! Ja hérna. Jæja, best að hætta þessu hangsi og fara að vinna 😀

  11. 12 hildigunnur 2007-04-30 kl. 10:48

    það eru ekkert voða margir smælingjar í wp, eiginlega bara bros, breitt bros og blikk, sem ég hef séð.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

apríl 2007
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: