vínsmakk

hingað komu nokkrir eðalbloggarar í gærkvöldi í vínsmakk, Kalli, Fríða og Hugskot. Spænskt þema, prófuðum einar 5 tegundir spænskra vína, frá frábæru bleiku Cava, Castillo Perelada (sem Kalli kom með), yfir spænskt gewurstraminer hvítvín frá Vinas del Vero og síðan þrjár rauðar, Santa Cruz de Artazu frá Adda, Viña Ardanza frá La Rioja Alta (mjög svipað góðar, Santa Cruzinn féll eiginlega enn betur í kramið en Altan) og enduðum á Tinto Pesquera, reserva. Þvílíkt nammi. Enduðum síðan á púrtvíni, sem Kalli kom líka með, Taylor’s árgangspúrti frá 1999

Og svo úrval af ostum og súkkulaði með. Félagsskapurinn æði, enda var þetta snilldarkvöld. Takk, folks!

6 Responses to “vínsmakk”


 1. 1 Fríða 2007-04-28 kl. 21:39

  Ég þakka kærlega fyrir mig, þetta var svona kvöld sem maður man eftir alltaf 🙂 Þetta var bara meiriháttar upplifun alltsaman, ég á eftir að prófa þessi vín aftur, ætli ég byrji ekki á því að reyna að finna Santa Cruz de Artazu. Með dökku súkkulaði og geitaosti. Og já, auðvitað í góðum félagsskap, það skiptir öllu máli. Takk aftur 🙂

 2. 2 Kalli 2007-04-29 kl. 02:24

  Þetta var frábært og þarf að endurtaka við gott tækifæri. Ég keypti mér áðan sama geitaost, að ég held, og þið buðuð upp á í gær. Alltaf gaman að prófa nýjungar.

  Takk fyrir mig! 🙂

 3. 3 hildigunnur 2007-04-29 kl. 13:20

  Jamm, þetta var æði 🙂 Fríða, spurning um að tékka á honum Adda, vínið var frá honum.

  Og takk fyrir komuna…

 4. 4 Arnar 2007-05-1 kl. 21:26

  Santa Cruz er því miður ekki til lengur 😦 en hver veit hvenær það kemur aftur.


 1. 1 Vínsmakk « Strč prst skrz krk Bakvísun við 2007-04-29 kl. 20:54
 2. 2 Nýjar nautnir at hofteigur.net Bakvísun við 2007-05-8 kl. 13:24

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 377.628 heimsóknir

dagatal

apríl 2007
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: