ekkert smá í almennilega hátalara við tölvuna mína. Þeir sem ég er að nota eru generic við gömlu tölvuna og virka hreint ekki nógu vel á þessa.
Líka góð heyrnartól við ipödduna, ég nota hana svo til ekkert vegna þess að heyrnartólin detta alltaf út úr eyrunum á mér. Finnbogi, hvað var það aftur sem þú notar? Eitthvað með spöng, var það ekki?
hmm…ertu með svona víð eyru? allt víðóma hjá þér? (sorrí, lélegur þessi)
Pfffft… bara AirPort Express og í stofugræjurnar 😉
Ég er með 2000watta Community hátalara, 1.7m x 1.7m x .6m að stærð. 2 þannig. Magnara og mixer. 130þ kall?
víðóma, hmm, tjah
Airport Express, nei, heyri ekki nógu vel í stofugræjunum hér inni við tölvu
Freyr, fulldýrt í augnablikinu (veit ekki aaalveg hvað ég hefði við 2000 wött að gera í litlu skrifstofunni minni heldur. NÉ pláss…)
2 orð. „pirra nágrannan“.
Hafa staðið sig vel í því hingað til
já, en við viljum alls alls ekki pirra nágrannann, sko 😮 Höfum ekki efni á að kaupa íbúðina uppi og ef hann selur kemur kannski einhver sem vill nota þvottahúsið eða eitthvað þaðan af verra!
Ég nota samanbrjótanleg Sennheiser PX200 heyrnartól við iPödduna og er mjög ánægður með þau. Langar reyndar soldið í PX250, sem eru svipuð en eyða líka umhverfishljóðum.
Í vinnunni nota ég Sony þráðlaus heyrnartól með innrauðum sendi (eldri týpu af þessum), þar sem það er ekki almenn stemmning fyrir Mahler og félögum á kontórnum. IR sendirinn drífur að vísu skemmra en útvarpssendir, en hann dugir mér vel.
Ég er með PX200 líka og vel sáttur. Það eru bókasafnstólin mín því þau eru einangruð 🙂 Svo einhver hvítir Sennheiser earbuds fyrir iPoddinn (þetta gengur auðvitað allt á víxl eftir aðstæðum).
Heima duga PowerBook hátalarnir alveg nógu vel og þegar þarf meira eru það 2x150W JBL sem ná mér upp fyrir klof 😀
AirPort Express rokkar sko mjög mikið. Hendi því ofan í bakpokann minn oft og er kominn með instant WiFi þegar mig vantar þannig. Þess á milli fóðrar það stofugræjurnar úr iTunes.
Annars myndi ég fara að skoða eitthvað sexy og glært við PróMakkann þinn 😀
það er ágætt að vera með eitthvað buff eða hárband eða eitthvað yfir eyrunum til að halda æpodd heyrnartólunum á sínum stað. Það geri ég allavega alltaf þegar ég skokka, annars hristi ég þau af mér. Gott gamalt húsráð er að búa til hárband með því að klippa streng af gömlum sokkabuxum.