Óttusöngvarnir

og hin verkin sem við verðum með á tónleikunum eftir tvær vikur (muna, muna…) eru öll að koma til. Búin að ná nótunum eiginlega alveg hundraðprósent, nú stendur yfir vinna við að fínpússa. Það er alltaf skemmtilegast, ja, fyrir utan tónleikana sjálfa, sem eru jú toppurinn.

Þetta verk er bara svo bilað flott. Get ekki beðið eftir því að fá einsöngvarana og hljóðfæraleikarana með á æfingu…

7 Responses to “Óttusöngvarnir”


 1. 1 baun 2007-04-22 kl. 23:51

  mikið áttu gott að vera í svona spennandi og lifandi vinnu, það eru ekki allir sem eiga því láni að fagna.

  mitt djobb er reyndar ágætt…en ekki alltaf spennandi.

 2. 2 Guðlaug Hestnes 2007-04-23 kl. 00:12

  Til hamingju með dömuna þína, ég er viss um að hún hefur rúllað prófinu upp.– Haltu vel utan um hana. –Verð að anda á þinni síðu, því ekki blogga ég. Var að koma heim af frábærum tónleikum. Jón Páll, Reynir Sig. og Gunnar Hrafnsson sýndu og sönnuðu enn og aftur að við eigum sennilega heimsmet í frábærum tónlistarmönnum miðað við þessa frægu „höfðatölu“. Er „doldið“ upptendruð, en svíf vonandi með tónlistina þeirra inn í svefninn.

 3. 3 hildigunnur 2007-04-23 kl. 10:07

  Baun, já, ég er afskaplega sátt við vinnurnar mínar allar saman.

  Guðlaug, takk, prófið er reyndar ekki fyrr en á morgun en hún á eftir að rúlla því upp, viss um það.

  Sjálfsagt að fá að anda hér inni 🙂 Og þessir tónleikar hafa örugglega verið æði.

 4. 4 Hafdís 2007-04-23 kl. 12:14

  Já…vildi að ég hefði séð og heyrt þessa tónleika! Jón Páll er náttúrulega bara æði :). Ég er mjög ánægð að hafa verið nemandi hans í einn vetur, gaman að því :).

  Ójá…spennó! Verð að muna eftir að kíkja á þetta hjá ykkur!

  Úff…er í sama fiðrings-fílíng hérna megin! Get ekki beðið eftir að heyra fyrsta lestur annað kvöld. Missi þ.a.l. því miður af tónleikunum hans Gríms :S. Bömmer! Ekki hægt að vera alls staðar í einu…

 5. 5 hildigunnur 2007-04-23 kl. 12:16

  jámm, stundum vildi maður geta verið á tveim stöðum í einu.

  Ég er búin að setja inn áminningu í símann minn um að mæta á 15.15 á sunnudaginn 😀

 6. 6 Syngibjörg 2007-04-23 kl. 17:33

  Hvaða dagsetning er á óttusöngvunum, bara verð að reyna að mæta. Gleymi aldrei þegar ég heyrði þetta verk í fyrsta sinn.

 7. 7 hildigunnur 2007-04-23 kl. 17:42

  6. maí, Langholtskirkja klukkan 17.00 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.762 heimsóknir

dagatal

apríl 2007
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: