Sarpur fyrir 22. apríl, 2007

Óttusöngvarnir

og hin verkin sem við verðum með á tónleikunum eftir tvær vikur (muna, muna…) eru öll að koma til. Búin að ná nótunum eiginlega alveg hundraðprósent, nú stendur yfir vinna við að fínpússa. Það er alltaf skemmtilegast, ja, fyrir utan tónleikana sjálfa, sem eru jú toppurinn.

Þetta verk er bara svo bilað flott. Get ekki beðið eftir því að fá einsöngvarana og hljóðfæraleikarana með á æfingu…

ahh

spileríið tókst mjög vel hjá unglingnum í gær, það þarf nú bara svolítið til að geta staðið ein uppi á sviði og spilað og spilað, um 3 kortér af skölum, tvígripum, æfingu og svo lögin, kafli úr Bachsvítu, konsertkafli eftir Haydn, nýja lagið mitt (tvisvar) og pólskur dans. Glæsilegt hjá henni.

Veit hún getur ekki beðið eftir að klára prófið á þriðjudaginn, vorprófin í skólanum og það allt verður ekkert mál eftir þetta.

Svo aðalfundurinn, ósköp rólegur og tíðindalítill fundur, maturinn og vínið síðan í sérflokki. Bambasteik með trufflusósu var hættulega gott og súkkulaði créme bruléeið tóm sæla. Nokkur fín vín frá honum Adda líka.

Heim um þrjúleytið í nótt, minns pínu syfjaður núna. Og lööööng æfing á eftir…


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

apríl 2007
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa