Sarpur fyrir 11. apríl, 2007

hmmmm?

í dag komu einhverjir tveir inn á síðuna mína með því að leita að annars vegar orðinu fóstureyðing og hins vegar Diskótekinu Dísu.

Ég held nú það geti alveg verið að ég hafi einhvern tímann nefnt fóstureyðingu í færslu, en Diskótekið Dísu? 😮

tók því tæpast

að fara að kenna í dag, einn kennsludagur og svo aftur frí

nújæja, kannski ekki frí, svo sem nóg að gera. Mér finnst ég bara vera í fríi þegar ég er ekki að kenna. Kannski ég reyni að klára píanópartinn fyrir próflagið hennar Fífu í fyrramálið.

hananú, þá sagði ég það. Hold me to it, ppl!

hættulegt

Jón Lárus lenti í hættu í gær, hjólandi heim úr fótbolta, eitthvað jeppafíflið var nærri búinn að keyra hann niður í Eskihlíðinni. Sjá nánar hjá honum sjálfum.

ætli ég komist í vinnuna?

get ekki prentað út kennsluáætlanir að minnsta kosti

það liggur sofandi köttur á prentaranum. Hvað gerir maður í svona tilfelli?


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

apríl 2007
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa