þriðjupersónufærsla

hann Örnólfur samkennari minn, sem skilur nú reyndar ekki nokkurn skapaðan hlut í því hvað fólk er að halda úti bloggi og segja skoðanir sínar fyrir alla sem vilja lesa, bað mig nú samt að koma einni skoðun til skila fyrir sig:

Hann vill meina að kvikmyndin 300 sé ein mesta della sem hann hafi séð, söguþráðurinn og úrvinnslan henti engum yfir 14 ára en ofbeldisatriðin geri að verkum að enginn undir 14 ára ætti að sjá myndina. Sem sagt: mynd fyrir engan.

(tek fram að ég hef ekki séð myndina, söguleg og það vantar í mig sögugenið, og hef þ.a.l. enga skoðun á henni)

8 Responses to “þriðjupersónufærsla”


 1. 1 Fríða 2007-03-29 kl. 20:26

  hahahah! nú fer ég og tékka betur á því hvar þú ert að kenna, mig grunar að ég þekki Örnólf. hahaha, hann má nú eiga að hann reynir samt að koma skoðunum sínum á framfæri þótt honum finnist ekki ástæða til að halda úti bloggi til að segja skoðanir sínar fyrir alla.

  (Mikið er gaman að kommenta þegar það er orðið svona auðvelt allt í einu :))

 2. 2 hildigunnur 2007-03-29 kl. 21:29

  þetta er í Suzukiskólanum og Örnólfur var fyrir norðan, já 🙂

 3. 3 Kalli 2007-03-29 kl. 22:04

  Pffft… fólk sem segir þetta um 300 þarf að hneppa frá efstu tölunni og sjá hvort lífið verður ekki aðeins skemmtilegra 😉

 4. 4 Elías 2007-03-30 kl. 02:37

  Fríða er stjúpfrænka Örnólfs.

  Það sem ég hef séð af trailerum um 300 þá virðist hún vera mjög langt frá hinum sögulega veruleika.

  Svo er sagan frekar óáhugaverð sem slík. Af hverju ekki frekar gera sögu eftir 10.000?

 5. 5 Sagnfræðinemi 2007-03-30 kl. 21:21

  Söguleg og ekki söguleg … hún byggir á teiknisögu sem aftur byggir lauslega á sögulegum atburðum. Annars er svo að segja það eina merkilega við myndina, að mínu mati, litavinnslan og annað þessháttar. Mjög sérstakt fyrirbæri.

 6. 6 Fríða 2007-03-31 kl. 00:16

  Einmitt, ég er skyld honum á gulum plötum eins og daninn segir.

 7. 7 hildigunnur 2007-04-3 kl. 14:13

  Sagnfræðinemi, nógu söguleg fyrir mig til að sleppa henni… 😉

 8. 8 Kalli 2007-04-3 kl. 19:39

  Hmmm… eru það bara nördar og karlmannskjötsfíklar sem hafa gaman að þessari mynd?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.762 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: