Vínsmakk


Vínsmakk
Originally uploaded by hildigunnur.

Við hjónin urðum þess heiðurs aðnjótandi að fá að starta vínsmakkblogghala. Hann Arnar hjá Vínum og mat gaf okkur þessa líka fínu vínflösku og bað okkur að smakka, gefa smá umfjöllun á síðunni og skora síðan á annan bloggara.

Mjög skemmtilegt verkefni og við settumst á fimmtudagskvöldið með The Footbolt Shiraz frá d’Arenberg. Við höfum reyndar smakkað þetta vín áður, og eigum gjarnan flösku af því til að grípa til, en höfðum ekki lagst í alvöru smakk á því áður.

Þegar við tókum flöskuna upp var hún reyndar fullheit, byrjuðum að smakka við um 21°. Kældum hana síðan örlítið niður, enduðum í um 19°, þar fékk vínið betur að njóta sín, var mun ferskara. Ilmurinn er mjög mildur og fínn, minnir á dökk skógarber, sérstaklega brómber.

Fyrsta bragð leiddi í ljós meiri skógarber, lakkrís og dökkt súkkulaði. Eftirbragðið er ekki sérlega langt en mjög gott. Þegar áfram var haldið í flöskunni fannst örlítil tjara og jafnvel smá brennisteinn (svona eins og þegar maður er nýbúinn að slökkva á eldspýtu). Jón fann ekki brennisteininn en hann fann hins vegar ristaðar möndlur, kannski sama bragð sem við erum að finna á svona mismunandi hátt.

Vínið þoldi vel tvenns konar ost sem við vorum með, parmaost og spænskan geitaost.

Við drukkum síðan aðra flösku af sama víni í matarboði í gærkvöldi og getum vottað að það fer afskaplega vel með lambakjöti með steinselju- og laukfyllingu 🙂

Ég skora á hana Lindu blindu sem næsta hlekk í halanum.

0 Responses to “Vínsmakk”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.762 heimsóknir

dagatal

febrúar 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: