Sarpur fyrir 28. janúar, 2007

Hljómeyki

minn kæri fíni kór er með tónleika annað kvöld (mánudagskvöld, þ. 29. janúar) klukkan 20.00 Endurtekið efni frá í fyrrasumar í Skálholti, þannig að kæru lesendur, ef þið misstuð af okkur þá er tækifæri til að heyra verkin núna.

Mótettur, lög, slagverk og elektróník, allt eftir Úlfar Inga Haraldsson. Verulega flott músík og ég þori að lofa flottum flutningi (hvort sem ég nú treysti mér til að standa þarna uppi og syngja eður ei)

Seltjarnarneskirkja klukkan 20.00. Myrkir músíkdagar. Mætum öll (eriggi allir í sduði)?

kvefið

tekur sinn toll, fór á kóræfingu áðan og gat ekki staðið og sungið nema hluta æfingar. Ekkert að röddinni, það er ekki málið, nema ég á afskaplega erfitt með að humma. En slöpp, maður minn!

Tónleikar annað kvöld, vona ég geti sungið. Efast satt að segja um að ég treysti mér í kennslu. Kemur í ljós.

Já, best að plögga tónleikana annars.

Atsjú!


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

janúar 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa