líklega hafa fleiri komist að því í kvöld að gamli Blogger er hættur. Ekki það, ég reiknaði svo sem með því að flytja mig fyrr eða síðar, reiknaði varla með því að Bloggerfólk stæði í viðhaldi og viðgerðum á tveimur kerfum. En semsagt, áðan var bara ekkert gefinn valmöguleikinn á því að logga sig inn á þann gamla.
Stór plús, ég kemst inn á Brallið. Sem ég gerði ekki áður, þrátt fyrir að eiga nýja Bloggersíðu (bara til að taka frá lénið hildigunnur.blogspot.com, án auka errs í enda nafnsins míns). Núna datt hún inn.
Í tilefni af því fór inn uppáhalds súkkulaðikakan okkar. Betty Crocker, eat your heart out… Og verði ykkur að góðu 🙂
0 Responses to “hananú”