Sarpur fyrir 25. janúar, 2007

fórum á

sinfóníutónleika áðan, á Myrkum músíkdögum. Bráðskemmtilegir, segið svo að nútímatónlist sé hundleiðinlegt torf 😉

Örlygur Benediktsson með ekki alveg allt verkið sitt víst, byrjaði í miðjunni eða svo. Veit ekki hvert hann er kominn eða hvort hann er að vinna algerlega aftur á bak. Lokakaflinn var að minnsta kosti þrælflottur, hlakka til að heyra verkið allt.

Karólína með mjög fínan tvöfaldan flautukonsert, rytmískt skemmtilegar pælingar og Martial og Guðrún glæsilegir sólistar. Vel skerandi pikkólópartar stundum, samt.

Erik Mogensen fannst mér stjarna kvöldsins. Verkið hans var það flottasta sem ég hef heyrt frá honum, pínu kvikmyndatónlistarbragur, byrjunin þrælflott með kontrafagotti, túbu og kontrabössum, bara æðislegt stykki. Langar í upptökuna.

Herbert H. Ágústsson svo með eina verkið í kvöld sem ekki var frumflutningur. Hef reyndar heyrt það áður en það er bráðskemmtilegt verk sem á verulega skilið að vera fastur punktur á dagskrá Sinfó. Já, og ekki bara sem partur af Myrkum músíkdögum.

Voru smá umræður í hléi um að það hefði mátt koma einu verki í viðbót að á tónleikunum, já þeir voru frekar stuttir en mér fannst þeir gersamlega passlegir samt. Hvers vegna í ósköpunum að troða meiri músík á tónleika sem voru fínir fyrir. Ég er bjargföst á þeirri skoðun minni að það eigi að skilja hlustendur eftir þyrstandi í meira, ekki farna að hugsa: Jæja, er þetta nú ekki orðið gott?

hananú

líklega hafa fleiri komist að því í kvöld að gamli Blogger er hættur. Ekki það, ég reiknaði svo sem með því að flytja mig fyrr eða síðar, reiknaði varla með því að Bloggerfólk stæði í viðhaldi og viðgerðum á tveimur kerfum. En semsagt, áðan var bara ekkert gefinn valmöguleikinn á því að logga sig inn á þann gamla.

Stór plús, ég kemst inn á Brallið. Sem ég gerði ekki áður, þrátt fyrir að eiga nýja Bloggersíðu (bara til að taka frá lénið hildigunnur.blogspot.com, án auka errs í enda nafnsins míns). Núna datt hún inn.

Í tilefni af því fór inn uppáhalds súkkulaðikakan okkar. Betty Crocker, eat your heart out… Og verði ykkur að góðu 🙂

tvöfalt afmæli

bæði Óli bróðir og Stebbi mágur eiga afmæli í dag. Til hamingju, strákar 🙂


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

janúar 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa