Sarpur fyrir 21. janúar, 2007

ég þarf

greinilega að leita mér að brauðrist úr burstuðu stáli til að vera í stíl. Þannig er reyndar einmitt þessi rándýra í Kokku…

(iiii, djók, hún er úr shiny stáli)

Annars er ísskápurinn minn ekkert úr burstuðu stáli, líklega áli, það festast nefnilega ekki við hann seglar. Ekki einu sinni hægt með góðu móti að festa á hann listaverk barnanna. Gott mál, bara. Leysum listaverkamálið öðruvísi, ásamt stundatöflum og þvílíku (excel skjal fyrir stundatöflur, maður er alltaf í tölvunni hvorteðer) og ísskápurinn fær að njóta síns grandeur)

heh

ekki fyrr búin að lýsa því yfir að við séum hætt tækjakaupum í bili en að brauðristin hrynur. Líka brúðargjöf eins og ísskápurinn, ætli það sé bara 17 1/2 árs endingartími á þessum græjum?

nú langar mig í flottu brauðristina í Kokku. Tími því samt engan veginn. Elko, hér komum við.

Bara að bíllinn heyri ekki af því að hlutirnir eigi að vera að klikka hjá okkur þessa dagana…

heil 6 verk

flutt eftir mig í dag. Ekki viss um að slíkt hafi gerst síðan ég var staðartónskáld í Skálholti.

Fyrst bæði forspil og eftirspil í messu í Langholtskirkju, glænýjar orgelútgáfur af tveimur verkum (sýnist ég vera á leið í messu…) og svo Hymnódía með heil 4 lög á tónleikum klukkan 14 í dag, líka í Langholtskirkju. Hymnódía er frábær kór, ég hvet ykkur til að koma og hlusta.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

janúar 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa