hérna er dagskráin, ekki öll, en frá degi til dags. Hlaut að vera.
Sarpur fyrir 19. janúar, 2007
hef ekki fengið MIDI dótið til að virka og nú held ég að ég sé búin að klúðra Audio MIDI setup application á tölvunni með fiktinu í mér.
þetta gengur engan veginn…
músíkdagar byrja á morgun. Það verður veisla. Fullt fullt af spennandi atriðum. Verst að það er engin vefsíða með prógrammi til að vitna í hérna.
Ég ætla að fara á slatta, opnunartónleika til heiðurs Sveinbirni Sveinbjörnssyni í Salnum annað kvöld, Hymnódíu á sunnudaginn klukkan 14.00 í Langholtskirkju (þau flytja 4 lög eftir mig :-D), kannski Kammersveitina sama kvöld (20.00 í Listasafni Íslands, tveir kvartettar frumfluttir, þar á meðal einn eftir staðartónskáldið okkar í Skálholti í sumar, Svein Lúðvík Björnsson). Svo er slagverksdúó í Von (sal SÁÁ) á mánudagskvöldið, spennandi. Hvar er sá salur annars? Aldrei komið þangað.
Frí á þriðjudaginn, hljómsveitaræfing
Sinfó á fimmtudaginn, þangað mætir maður, mögulega á raftónleika á föstudaginn, líklega á Slide Show Secret á sunnudaginn, tja, eða blásarasveitina, eða hvorttveggja. (hmmm, nei, við erum víst með æfingu á meðan blásarasveitartónleikarnir eru)
Svo á mánudaginn erum við í Hljómeyki með prógrammið síðan síðasta sumar í Skálholti, verk Úlfars Inga Haraldssonar. Flott músík og flutningurinn ætti að vera top notch. Meira um það síðar.
Alltaf skemmtilegt á tónleikum Lúðrasveitar Reykjavíkur, þeir verða á fimmtudeginum 1. feb. Spennandi efnisskrá.
mér sýnist ég ekki verða mikið heima hjá mér þessa viku…
Nýlegar athugasemdir