Sarpur fyrir 7. janúar, 2007

tékkið á

þessu hér, nýi fálkaorðuberinn okkar í Laufskálanum á fimmtudaginn var.

sjónvarpsseríurnar tvær

sem við erum húkkt á þessa dagana eru báðar læknaseríur en annars mjög ólíkar. Pínu fyndið að bera þær saman, a.m.k. höfum við tekið eftir því að það er ekki einn einasti þáttur í House þar sem ekki kemur einhver seizure fyrir, einu sinni eða oftar. Í Grey’s Anatomy held ég við höfum séð þannig svona einu sinni eða tvisvar. Í Grey’s fatta þau líka eiginlega alltaf strax hvað er að sjúklingunum en dr. House ætti að vera titlaður: læknirinn sem fattar hvað er að í fjórða giski.

báðir þættirnir snilld sinn á hvorn hátt. Enda sitjum við og glápum til skiptis á þá á kvöldin. Báða í tölvunni, helv… sölumaðurinn í Einari Farestveit skrökvaði að okkur þegar við spurðum hvort spilarinn réði við öll svæði :-@


bland í poka

teljari

  • 375.416 heimsóknir

dagatal

janúar 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa