Sarpur fyrir 4. janúar, 2007

tvær villur í House

þætti kvöldsins. Ja og ein í viðbót en það var hugsanavilla. Förum ekki frekar út í hana.

Sú fyrri var þýðing á Mac&cheese sem borgari. Ókei, Mac&cheese – ekki almennur auðvelt eldaður skyndibiti á Íslandi, þannig að kannski var þýðandi bara með common sense þýðingu. Gefum honum það.

Seinni var ekki þýðingarvilla heldur staðreyndavilla. MRI skanni, sagður risastór segull sem ætti að draga þungmálma út úr bleki í tattúum; segull hefur engin áhrif á þungmálma. Bara járn og kóbalt. Nema djókið hafi verið dýpra, MRI (Magnetic Resonance Imaging) hefur víst áhrif á vetnissameindir, skilji ég síðuna rétt, og doktor House hafi bara verið að plata vonda sjúklinginn. Gæti reyndar vel verið.

Þannig að kannski voru bara engar villur þarna.

Þættirnir eru púra snilld. Kolsvartur húmor, mætti halda að aðalleikarinn væri enskur og hefði eitthvað að segja um tilsvör sín…

Nordic Sounds

Það er umfjöllun um mig í nýjasta (og um leið síðasta) Nordic Sounds blaði, málgagni NOMUS nefndarinnar sem nú er illu heilli búið að leggja niður.

Blaðið er búið að vera með umfjöllun um kvenkyns tónskáld á Norðurlöndum, ég var reyndar ekkert sérlega bjartsýn að fá um mig klausu þannig að ég var undrandi og ánægð þegar ég sá blaðið í gær. Það er fjallað um Jórunni Viðar, Karólínu, Mist, Báru, mig og Elínu, og svo minnst á nokkrar fleiri. Gaman að þessu.

ein

í kotinu, allir farnir í skóla og vinnu. Kannski maður komist þá loksins af stað með lagið fyrir Gradualekórinn. Hmmm. Texti, já…


bland í poka

teljari

  • 375.416 heimsóknir

dagatal

janúar 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa