Sarpur fyrir 1. janúar, 2007

stolt

fjölskylda yfir heiðrinum sem mömmu var sýndur í dag.

Nú er þessi orðuveiting umdeild, oft hálfsjálfvirk og ýmsar silkihúfur áskrifendur, bara fyrir að mæta í vinnuna sína. En sem betur fer er fálkaorðan oft veitt fólki sem virkilega á hana skilið, svo sem eins og fyrir áratuga óeigingjarnt starf.

Innilega til hamingju, elsku mamma 🙂

2007

bara mætt á svæðið, til hamingju með það öllsömul.

Enduðum 19 hér í mat í gærkvöldi, heita andaconfitið frá Parísardömunni í grænu salati og dressing (aðstoð frá Ester) sló gersamlega í gegn. Kalkúnninn og búðingurinn fín líka en féllu svolítið í skuggann samt. Maður hefði kannski átt að byrja á desertinum og enda á forréttinum?

Skaupið þokkalegt, hef samt oft hlegið meira.

Flugeldarnir – sveimérþá ég held að sýningin hér uppi á holti hafi aldrei verið svona flott. Hvorki á flottu áramótunum fyrir 7 árum né um aldamótin. Trúi vel að það hafi verið metsala á flugeldum í ár.

Gleðilegt ár aftur, verði það gott…


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

janúar 2007
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa