Sarpur fyrir 17. desember, 2006

síðustu

tónleikarnir mínir fyrir jól afstaðnir. Gekk bara framar vonum, jú, það voru sárir staðir bæði í Wagner og Ibert en í heildina mjög fallegt bara, og Bach gekk frábærlega. Samkvæmt mínum áheyrendum mjög skemmtilegir tónleikar.

Eftir hlé, þegar ég var að stilla hrundi síðan stóllinn af fiðlunni minni, brotnaði meira að segja smá. Ég fékk náttúrlega minni háttar áfall, varð að fara fram og reyna að setja hann á aftur og stilla upp á nýtt, Það gekk vel, sem betur fer brotnaði stóllinn ekki það illa að ég gæti ekki notað hann. Sigrún Eðvalds kom fram til að sjá hvernig mér gengi og sá að þetta var allt að koma, hrósaði mér fyrir að leggja í að gera þetta sjálf (tja, það var jú enginn fiðlusmiður á staðnum) og fór aftur inn í sal. Ég þorði ómögulega að spyrja hvort ég mætti nota hennar, hún var jú búin að spila. Eftir tónleikana sagðist hún síðan hafa ætlað að bjóða mér það, en séð að mín myndi alveg virka. Muuuh, og ég sem hefði getað spilað jólalögin á Strad 😦 Efast um að ég fái nokkurn tímann svona tækifæri aftur!

En svakalega var nú gaman að spila Bach með konsertmeisturunum (pínu skerí reyndar að vera konsertmeistari með þessa sólista). Það bara kemur svo mikil orka og input frá þeim að við vorum í þvílíku stuði.

Komin pása í hljómsveitinni fram yfir áramót. Bara Hljómeykistónleikarnir eftir. En þeir ekki fyrr en milli jóla og nýárs, reyndar, og engin æfing fyrr en 27. Get ss. einbeitt mér að jólastressinu…

heart


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

desember 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa