Sarpur fyrir 9. desember, 2006

smakkkvöldið

var frábært, fullt af nýjum bjórum (fyrir okkur), held ég hafi bara smakkað tvo af þeim fyrir. Bjórsmekkur okkar hjóna virðist hafa breyst örlítið, amk. voru hveitibjórarnir ekki eins ógeðfelldir og okkur fannst hér einu sinni þó við séum kannski samt ekki alveg komin á það stig að fara út í búð og kaupa svoleiðis. Síðar, kannski.

Læt Jóni Lárusi eftir nánari útlistun á veigum, (verður ekki fyrr en á mánudag, reikna ég með, samkvæmt bloggreglu) en þakka bara kærlega fyrir okkur, Kalli, og fyrir félagsskapinn og skemmtunina, Beta, Finnbogi og Dísa.

Verstur fjárinn hvað ég var orðin þreytt þarna í lokin…


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

desember 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa